Greinar

Hér að neðan finnur þú greinar og pistla eftir mig um mál tengd kvikmyndum og sjónvarpi allt frá 1993 til 2005. Þetta er aðeins lítið brot af því sem ég hef skrifað um þessi efni í gegnum árin, í raun allt frá 1976. Kannski ratar eitthvað af því hingað með tíð og tíma.

Margskonar greinar eftir mig má einnig finna á vef Lands & sona.

Meðal prentmiðla sem ég hef skrifað í, auk Lands & sona, má nefna Morgunblaðið, DV, Alþýðublaðið, Helgarpóstinn, Mannlíf, Vikuna, Samúel, Lúxus, Lesbók Morgunblaðsins, Variety, International Film Guide, Fókus, Heimsmynd, Tímarit Máls og Menningar, Æskuna, Myndmál, Kvikmyndablaðið og Kvikmyndir. Eru þá ónefnd skólablöðin…

Fjölmiðlar sem ég hef ritstýrt:

Uglan (1976-1978)
Fyrsta blaðið mitt. Ég var ekki orðinn tólf ára þegar fyrsta heftið kom út. Meðritstjórar mínir voru Hjörtur bróðir minn og Sigurjón Þorsteinsson. Ég var afskaplega róttækur vinstrimaður á þessum árum og í blaðinu birtist meðal annars harkaleg gagnrýni á Geir Hallgrímsson og stjórn hans. Einnig kvikmyndagagnrýni ofl.

Fókus (1978)
Þetta var blað um kvikmyndir og ljósmyndir. Aðeins eitt hefti kom út. Hallur Helgason og Ævar Örn Jósepsson tóku einnig þátt í útgáfunni.

Fita (1978-1979)
Þetta rit varð til þegar Ugla sameinaðist Júmbó sem Hallur Helgason hafði gefið út. Við vorum í Lækjarskóla í Hafnarfirði og fengum Stefán Hjörleifsson vin okkar til liðs við okkur. Sérlegur hirðteiknari blaðsins var Kári Eiríksson.

Fréttabréf NFF (1979-1980; 1981-1982)
Fréttabréf Nemendafélags Flensborgarskóla. Fyrra tímabilið með Halli Helgasyni, seinna tímabilið með Davíð Þór Jónssyni.

Draupnir (1980-1981)
Skólablað Nemendafélags Flensborgarskóla. Í ritnefnd voru einnig Úlfar Bergþórsson, Ragnar Óskarsson, Tryggvi Þór Jóhannsson og Þorvar Hafsteinsson sem var titlaður „ritstjóri“. En þetta var svona kollektív og mikill anarkismi í gangi.

Myndmál (1983-1985)
Alls komu út sjö hefti á tveimur árum af þessu kvikmyndablaði, sem tók upp þráðinn frá Kvikmyndablaði Friðriks Þórs sem kom út 1980-1982.

Land & synir (1995-1998; 2001-2008)
Arftaki Fréttabréf Félags kvikmyndagerðarmanna. Upphaflega gefið út af Félagi kvikmyndagerðarmanna en frá 2003 af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni.

Asgrimur.is (2002-2003)
Fyrsti vefurinn minn. Þarna birtust fréttir og greinar um íslenskar kvikmyndir og kvikmyndir almennt. Einskonar forveri vefs Lands & sona.

Logs.is (2003-2008)
Vefútgáfa Lands & sona. Frétta-, greina- og upplýsingavefur Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Fjallar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirann. Ensk útgáfa vefsins fór í loftið í maí 2006.

GREINAR:

Man of Aran: (Um kvikmyndina eftir Robert Flaherty. Skrifað upphaflega fyrir vef Deus Ex Cinema, 14.3.03).

Truffaut og ameríska nóttin: (Upphaflega flutt sem erindi á ráðstefnu um Francois Truffaut 7.4.2002, sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í tengslum við litla yfirlitssýningu á verkum hans.)

Elliskrekkur, Kubrick og Kieslowski: (27.11.2001: Egill Helgason hafði eitthvað verið að tjá sig um hnignun kvikmynda, Kubrick og Kieslowski á vef sínum. Af einhverjum ástæðum fann ég þörf til að leggja orð í belg.)

Dæmigerð umræða: (Skrifað 14.10.2001: Þriðja greinin í „ritdeilu“ um verðlaunaljósmyndina Baldur. Ég nennti reyndar ekki að senda hana inn… Sjá einnig „Myndir þýða eitthvað“ og „Að höggva sig í fótinn„.)

Að höggva sig í fótinn: (16.06.2001: Önnur grein af þremur í „ritdeilunni“ um verðlaunaljósmyndina Baldur. Sjá einnig „Myndir þýða eitthvað“ og „Dæmigerð umræða„. Birtist í tmm 2001.)

Myndir þýða eitthvað: (Skrifað 8.3.2001 og birtist upphaflega í nýrri útgáfu tmm um sama leyti. Fyrsta grein af þremur um verðlaunaljósmyndina Baldur, enda varð hún tilefni nokkurrar ritdeilu. Sjá einnig „Að skjóta sig í fótinn“ og „Dæmigerð umræða„.)

Sannleikurinn um “Kalið hjarta”: (3.1.1996. Okkur Gísla Snæ Erlingssyni blöskraði illa grundaður dómur Arnaldar Indriðasonar í Morgunblaðinu um kvikmyndina „Kalið hjarta“ (Un Coeur en Hiver) og skrifuðum ádeilu í Moggann).

Vér fiskarnir…: (Skrifað 11.01.1996 sem svar við grein Arnaldar Indriðasonar, en hann hafði svarað gagnrýni okkar Gísla Snæs í greininni „Sannleikurinn um Kalið hjarta“. Það verður að segja Morgunblaðinu til hróss að innan skamms hafði blaðið lagt niður ýmsa af þeim ósiðum sem við gagnrýnum í þessari grein og tekið upp ýmislegt af því sem við leggjum til hér, t.d. reglulega umfjöllun um helstu kvikmyndahátíðir. Þeir sem vilja lesa grein Arnaldar er bent á að smella hér: „Handhafar sannleikans„.)

Að stökkva út úr skugganum: (Þessa hugleiðingu um evrópskar kvikmyndir skrifaði ég skömmu eftir að ég kom heim frá námi í Bretlandi. Birtist upphaflega í Lesbók Morgunblaðsins 10.6.1995.)

Bréf frá Bretlandi: (Þessi pistill um breskar, evrópskar og íslenskar myndir er skrifaður 17.1.1993 og birtist upphaflega stuttu síðar í kvikmyndablaðinu Kvikmyndir sem Böðvar Bjarki Pétursson gaf út. Þarna var ég við nám í Bretlandi.)

Horft framan í heiminn: (Hverskonar myndir eiga börnin okkar að horfa á?Skrifað 9.5.2000 fyrir ráðstefnu um barnamenningu sem haldin var í Gerðubergi)