Hér er stiklan fyrir nýjustu mynd Róberts Douglas, This is Sanlitun, sem tekin var upp í Kína en Róbert hefur dvalið þar undanfarin ár. Tónninn minnir óneitanlega svolítið á Íslenska drauminn, aðalpersónan Gary hyggst meika það í Beijing en mætir mótlæti. Tekur í framhaldi af því upp enskukennslu og þiggur hollráð frá vafasömum náunga. Myndin verður hluti af formlegri dagskrá Toronto hátíðarinnar í september, frumsýning á Íslandi væntanlega fljótlega.