Ég hef tekið saman slatta af greinum sem ég hef skrifað allt frá 1996 um málefni Sjónvarpsins. Þeim er raðað í tímaröð, sú nýjasta efst. Í þeim er að finna fjölda upplýsinga sem ég hef tekið saman héðan og þaðan, sem og ítarlegan rökstuðning fyrir útvarpi í almannaþágu. Greinarnar hafa birst í ýmsum fjölmiðlum, t.d. Landi & sonum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og Mannlífi.

Enn og aftur: til hvers er RÚV?
Skrifað 20.12.2008
Fjallað um planað frumvarp um RÚV og það gagnrýnt. Einnig gagnrýni á stefnuleysi stjórnvalda gagnvart RÚV. Þarna er líka að finna einfalda og skýra útlistingu á megindagskráráherslum RÚV eins og þær ættu að vera – sérstaklega þegar hart er í ári.
https://asgrimur.wordpress.com/2008/12/20/enn-og-aftur-til-hvers-er-ruv/

Hvar verður aukningin á íslensku efni í RÚV?
Skrifað 23.1.2007
Fjallar um hlutfallslega skiptingu innlendrar dagskrár og síðan er stillt upp óskalista um slíkt efni og RÚV beðið um áætlanir af því tagi. Þær hafa aldrei litið dagsins ljós.
https://asgrimur.wordpress.com/2007/01/23/hvar-ver%C3%B0ur-aukningin-a-islensku-efni-i-ruv/

RÚV: Hugsum út fyrir rammann
Skrifað 22.1.2007
Fjallar um þá nýsett RÚV-lög og hvað vantar í þau. Lagt til að menn hugsi út fyrir rammann og skoði ýmsar leiðir varðandi útvarp í almannaþágu.
https://asgrimur.wordpress.com/2007/01/22/ruv-hugsum-ut-fyrir-rammann/

Það á afmæli í dag…
Skrifað 30.9.2006
Fjallað um RÚV í tilefni 40 ára afmælis. Hvatning til útvarpsstjóra um skýra stefnumörkun í dagskrársetningu í kjölfar þjónustusamnings.
https://asgrimur.wordpress.com/2006/09/30/thad-a-afmaeli-i-dag/

Til hvers er RÚV?
Skrifað 7.5.2004
Flutt sem erindi á fundi Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þar sem málefni RÚV voru til umræðu. Svara leitað við spurningunni til hvers eigum við að reka Ríkisútvarp? Varað við upptöku nefskatts. Hvatt til breytinga á yfirstjórn RÚV. Fjallað um hvernig BBC ræður sér útvarpsstjóra og spurt afhverju við stöndum ekki svipað að slíkum málum.
https://asgrimur.wordpress.com/greinar/til-hvers-er-ruv/

Sáttmáli um RÚV og eflingu innlendrar dagskrár
Skrifað 5.3.2004
Birtist í Morgunblaðinu sem svar við grein Markúsar Arnar útvarpsstjóra. Greinin er tilraun til að smíða brú milli stjórnenda RÚV og þeirra sem vilja sjá þar vandaða og þróttmikla innlenda dagskrá.
https://asgrimur.wordpress.com/greinar/sattmali-um-ruv-og-eflingu-innlendrar-dagskrar/

Framtíð Sjónvarpsins
Skrifað 24.9.2000
Birtist í Morgunblaðinu. Fjallað um RÚV vítt og breitt, m.a. hvernig standa á dagskráruppbyggingu með hliðsjón af tilhögun mála hjá BBC og Channel Four í Bretlandi.
https://asgrimur.wordpress.com/greinar/framtid-sjonvarpsins/

Hvað bíður Sjónvarpsins?
Skrifað 15.3.1996
Fyrsta grein mín um málefni Sjónvarpsins. Birtist í tímaritinu Mannlíf. Fjallar um stöðu þess á 30 ára afmælinu. Meðal annars fjallað um Efstaleitishúsið og hvort gera eigi RÚV að útgáfusjónvarpi.
https://asgrimur.wordpress.com/greinar/hva%C3%B0-bi%C3%B0ur-sjonvarpsins/