Vegna niðurskurðar á framlögum til kvikmyndagerðar og yfirlýsingar útvarpsstjóra um að draga stórlega úr innkaupum á íslensku efni, eru hér nokkrir punktar sem dreifa má á netinu, einn eða fleiri í senn.

Varðandi niðurskurð til kvikmynda:

 • Hver króna sem ríkið veitir í gerð kvikmynda fimmfaldast með öðrum fjárfestingum. Þegar upp er staðið fær ríkið meira til baka í formi skatta en það lætur í kvikmyndagerð.
 • Íslenskar kvikmyndir, leikið sjónvarpsefni og heimildamyndir njóta gríðarlegs áhuga almennings. Að meðaltali sækja 6% þjóðarinnar hverja mynd í kvikmyndahúsum, eitt hæsta hlutfall sem þekkist. Einstakar myndir hafa fengið allt að þriðjung þjóðarinnar í bíó. Þá nýtur íslenskt sjónvarpsefni gríðarlegra vinsælda, eins og skýrt kemur fram í áhorfskönnunum.
 • Íslenskar kvikmyndir, leiknar seríur, stuttmyndir og heimildamyndir ferðast um allan heiminn, hljóta reglulega verðlaun og viðurkenningar á hátíðum og eru sýndar í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi margra landa. Þær eru ein helsta kynning á menningu okkar gagnvart umheiminum og ein stærsta ástæða sem ferðamenn nefna fyrir heimsókn sinni til landsins.
 • Niðurskurður á framlögum til kvikmynda og fyrirætlanir útvarpsstjóra um að draga stórlega úr innkaupum á íslensku efni munu rústa efnahag íslenska kvikmyndaiðnaðarins, þar sem starfa yfir 300 manns.
 • Þetta mun leiða til þess að erfitt verður að þjónusta þá erlendu aðila sem hingað koma með verkefni og treysta á faglega þekkingu innanlands. Það leiðir svo af sér enn frekara tekjutap fyrir bæði iðnaðinn og ríkið.
 • Kvikmyndaiðnaðurinn hefur þegar horft uppá eina stærstu tekjulind sína dragast stórkostlega saman, með hinum mikla niðurskurði í framleiðslu sjónvarpsauglýsinga.

Varðandi niðurskurðinn á RÚV:

 • Páll Magnússon útvarpsstjóri er maðurinn sem ákveður dagskráráherslur RÚV. Maður með þunga og mikla ábyrgð.
 • Yfirlýsing hans á föstudag var yfirlýsing um dagskrá. Hann hefur úr fjórum og hálfum milljarði að spila, þar af 2.8 milljörðum (2009) í innlenda dagskrá með öllu.
 • Hvað gerir hann? Hann velur að leggja niður nær alla viðameiri og vandaða innlenda dagskrá í sjónvarpi, heimildamyndir, leikið efni og bíómyndir.
 • Þetta efni – sem RÚV fær fyrir aðeins örlítið brot af heildarkostnaði þess og enn minna brot af heildar dagskrárkostnaði stofnunarinnar – er stór hluti af tilvistarlegri réttlætingu RÚV.
 • RÚV er ekki fréttastöð. RÚV er einnig stofnun með skilgreindar menningarlegar skyldur. Það er annað jafn mikilvægt erindi.
 • Þetta er því dagskrárstjórn sem stenst ekki faglegar kröfur, né lagalegar og menningarlegar skyldur RÚV.
 • Það er afar brýnt að starfi útvarpsstjóra gegni maður sem hafi skilning á heildarhlutverki RÚV og hafi kjark til að gera það sem þarf að gera, í stað þess að nota kvikmyndagerðarmenn sem barefli í pólitík við stjórnvöld.
 • Treysti stjórnendur RÚV sér ekki til að reka almannaútvarp og sjónvarp samkvæmt lagaramma og vilja þjóðarinnar, þá ber Páli Magnússyni og öðrum yfirmönnum RÚV að segja af sér.

Ályktun 300 manna fundar kvikmyndagerðarmanna á Hótel Borg, mánudagskvöldið 25. janúar 2010:

„Þessi fundur fordæmir þann ójöfnuð sem fram kemur í 35% lækkun framlaga til kvikmyndasjóða á fjárlögum 2010 sem er fordæmalaus niðurskurður í íslenskum menningariðnaði. Jafnframt fordæmir fundurinn hótanir stjórnenda RÚV um að draga verulega úr innkaupum á íslensku efni. Með slíkum aðgerðum brjóta stjórnendur þær menningarlegu og lagalegu skyldur sem þeim eru lagðar á herðar sem og óskir eigenda sina og áhorfenda sem vilja vandað íslenskt efni. Treysti stjórnendur RÚV sér ekki til að reka almannaútvarp og sjónvarp samkvæmt lagaramma og vilja þjóðarinnar, þá ber Páli Magnússyni og öðrum yfirmönnum RÚV að segja af sér.“

Endilega sendið sem flestum.

Netfangaskrá alþingismanna er hér:

Netföng stjórnenda RÚV og stjórnar eru hér:
Páll Magnússon, útvarpsstjóri: pall.magnusson@ruv.is
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri: bjarnig@ruv.is
Ari Skúlason, stjórnarmaður: ari.skulason@landsvaki.is (hann er líka hér á facebook: http://www.facebook.com/ariskula )
Kristín Edwald, stjórnarmaður: kristin@lex.is
Margrét Frímannsdóttir, stjórnarmaður: MaggaFrLH@tmd.is
Svanhildur Kaaber, stjórnarmaður: sk@khi.is