Var að komast yfir eintak af Listen to Britain, þessari dásamlegu heimildamynd Humphrey Jennings frá stríðsárunum. Á disknum eru einnig nokkrar aðrar myndir eftir þennan snilling, Fires Were Started, London, Can Take It, Words for Battle, A Diary for Timothy og Family Portrait. Hef ekki séð þær en sú fyrstnefnda er einhver sú fallegasta mynd sem gerð hefur verið.

Berið hana svo saman við annað snilldarverk eftir annan ljóðrænan meistara breskan. Hér er brot úr Distant Voices Still Lives eftir Terence Davies.