Hanna G. fékk mig til að spjalla um samsæris- og uppljóstraramyndir í þætti sínum Vítt og breitt á Rás 1 í gær. Ég lagði m.a. útaf The Matrix, The Insider, Enemy of the State, The Conversation, All the President’s Men, The Parallax View, The International og smávegis um Hitchcock. Það má hlusta á þetta hér:

ÁS spjallar um samsæris- og uppljóstraramyndir í Vítt og breitt á Rás 1, 5. ágúst 2009.

Mæli annars með The International. Fróðleg mynd fyrir áhugamenn um bankastarfsemi.