jacquesFyrir nokkrum mánuðum kom út heildarsafn mynda franska leikstjórans Jacques Demy, mannsins sem gerði, umfram flesta, kvikmyndir um kvikmyndir. Frægastur er hann fyrir Regnhlífarnar í Cherbourg en Lola er uppáhaldið mitt. Hafliði allur kostar aðeins 100 evrur, kjarakaup. Unaðslegt bíó sem hægt er að panta hér.