Það var vel til fundið hjá Sjónvarpinu í gær, 17. júní, að endursýna Íslenska drauminn eftir Róbert Douglas. Þjóðhátíðardagurinn er (að nafninu til) dagur þjóðarsjálfsmyndarinnar og Íslenski draumurinn er miskunnarlaus gegnumlýsing hins íslenska hugarfars. Myndin eldist vel meðal annars vegna þess að hún verður æ sannari eftir því sem frá líður.

Tóti er víða. Væri gerð um hann mynd í dag myndi hann starfa í banka eða í útrásinni. Sagan væri nokkurnveginn eins, sögusviðið pínulítið öðruvísi (flottari dekor, betri bílar…). Og hún gæti til dæmis endað svona:

holmatun