Hvað vakir fyrir Jóni Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins? Hann talar um að minnka þurfi tortryggni í samfélaginu og sakar Evu Joly um að auka á hana.

Evu Joly?

Skyldu vera einhverjir aðrir en Eva Joly að mati Jóns Kaldal sem hafa skapað tortryggni í samfélaginu? Og hvernig nákvæmlega á að draga úr þessari tortryggni þegar nær allt traust á pólitíkusum og viðskiptajöfrum er horfið? Telur hann að hægt sé að auka traustið með einhverju öðru en að láta verkin tala? Eru kannski einhverjir sérstakir spunameistarar sem hann vill að við förum að trúa á?

http://visir.is/article/20090617/SKODANIR/700024652