The Bad and the Beautiful: Barry Sullivan, Lana Turner, Dirk Powell. Kirk Douglas er í símanum...
The Bad and the Beautiful: Barry Sullivan, Lana Turner, Dirk Powell. Kirk Douglas er í símanum...

Endurnýjaði kynnin við hið síunga meistaraverk Vincente Minnelli, The Bad and the Beautiful frá 1952; sennilega einhverja bestu myndina sem Ameríkanar hafa gert um kvikmyndabransann. Myndin segir frá hinum ófyrirleitna ofurframleiðanda Jonathan Shields og hvernig hann bæði traðkar á helsta samstarfsfólki sínu í Hollywood en gerir það um leið að stjörnum á sínu sviði. Kirk Douglas, Lana Turner, Dick Powell, Barry Sullivan og Walter Pidgeon fara með aðalhlutverkin. Minnelli var flestum í Hollywood fremri í því sem Frakkar kalla mise en scène og verður kannski helst jafnað við Max Ophuls af gömlu meisturunum. Þessir gæjar kunnu einhvernveginn að hafa allt á sínum stað, hvorki of né van. Báðir unnu þeir hinni hálfgleymdu sjönru; dans- og söngvamyndinni. Andrew Sarris sagði Minnelli hafa haft meiri áhuga á fegurðinni en listinni. Sé ekki vandamálið þar…