
Af vef Björns Bjarnasonar, þingmanns og kvikmyndaunnanda:
„Kvikmyndin Ford/Nixon ætti að höfða til allra, sem hafa áhuga á stjórnmálum eða svonefndum drottingarviðtölum í sjónvarpi. Hún er vel gerð í alla staði, enda hefur hún verið tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Hún snýst meðal annars um efni, sem er ofarlega í huga margra hér á landi um þessar mundir, hvernig stjórnmálamenn horfast í augu við eigin gerðir og axla ábyrgð. (…)Orðaskipti þeirra Frosts og Nixons um virðingu fyrir lögunum voru í svipuðum dúr og orðaskipti þeirra Helga Seljans og Jóhönnu Sigurðardóttur í Kastljósi á dögunum, þegar hún talaði eins og tilgangur sinn helgaði meðalið og engu skipti, þótt dómari teldi aðferð hennar lögbrot – hún hefði víst átt að gera þetta eins og hún gerði.“
Ókei… en svona í ljósi yfirstandandi hamfara og ferils tveggja síðustu ríkisstjórna; er þetta nú örugglega besta samlíkingin kæri Björn?
Svo rakst ég á þetta skemmtilega komment annarsstaðar:
„Ég vil frumvarp um persónukjör, „og ég skal heita því að í næstu kosningum fer mitt allkvæði“ (sic) til þess flokks sem berst fyrir því að persónukjör verði tekið upp.“