Lifið er lag.
Lífið er lag.

Í The Purple Rose of Cairo, einni af bestu myndum Allens, kemur Mia Farrow heim til bónda síns, Danny Aiello og segir honum frá myndinni sem hún var að sjá:

„The people were so beautiful. They spoke so cleverly and do such romantic things.“

Umrædd mynd gerist á fjórða áratugnum og fjallar um ævintýramanninn Tom Baxter, sem m.a. rekst á hóp amerískra partíljóna í skemmtiferð um Egyptaland. Þau draga hann með sér til Manhattan og sýna honum hið ljúfa líf. Baxter verður að orði:

I didn’t know any of you wonderful people, and here I am now. I’m on the verge of a madcap Manhattan weekend.“

Einhvernveginn ná þessar setningar einnig afar vel utan um nýjustu mynd Allens, Vicky Christina Barcelona. Tvær ungar amerískar stelpur standa fyrir landkönnuðinn og sögusviðið er ekki Manhattan, eins og oftast áður hjá Allen, heldur Barcelona.

Ólíkt flestum myndum þessa aldna meistara um langa hríð, gengur þessi upp sem hin ágætasta skemmtun. Penelope Cruz er frábær, Javier Bardem líka. Rebecca Hall kemur skemmtilega inn og Scarlett er fín. Framvindan er fjörleg og ekki eins herfilega beisk og oft áður hjá Woody. Nettur Rohmer-andi svífur yfir. Gaman að þessu.

Annars skilst mér að Woody hafi lokið Evróputúrnum og sé aftur kominn heim til Manhattan. Hann er nú að klára mynd þar, Whatever Works með Larry David (meðhöfundi Seinfeld og svari sjónvarpsins við Woody) og Evan Rachel Wood. Allt er við það sama…