Perla.
Perla.

Sá loksins In Bruges, sem er fyrsta mynd írska leikritaskáldsins Martin McDonagh í fullri lengd, en þess skal þó getið að maðurinn fékk óskar fyrir nokkrum árum fyrir stuttmyndina sína Six Shooter. Í stuttu máli kom In Bruges mér skemmtilega á óvart. Colin Farrell er afburða góður (nefni hann fyrst vegna þess að hann er ekki búinn að vera uppá marga fiska að undanförnu) en Brendan Gleeson og Ralph Fiennes engu síðri. Svo er þetta frábærlega skrifað og sett saman af miklu öryggi. Efniviðurinn er gamalkunnur en virkar samt ferskur og það er afrek útaf fyrir sig.

Stikla hér – mæli hjartanlega með henni.