Skrapp niðrá Austurvöll um sjöleytið til að tékká stemmningunni. Alþingishúsið var þakið bleikum slettum, óeirðalöggur stóðu keikar við framhlið hússins, eldar loguðu hjá styttu Jóns Sigurðssonar, hverskyns bumbur barðar. Spenna í loftinu en samt allt með frekar kyrrum kjörum.

Var með myndavélina með mér en gleymdi batteríinu. Um svona uppákomu hefur verið ort:

„Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb,
sönnunargagnið er astraltertugubb.“