Réttur maður á röngum stað?
Réttur maður á röngum stað?

Líst ljómandi vel á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Hann þarf reyndar að ákveða sig með ESB en þetta er greindur maður með ferskar hugmyndir. Réttur maður á réttum tíma. En kannski ekki endilega á réttum stað. Framsóknarflokkurinn er afar einkennileg skepna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Skil ekki alveg afhverju maður af hans kaliberi velur þann vettvang til að stíga inná sviðið – nema þá að um pólitíska tækifærismennsku sé að ræða. Held reyndar – og vona – ekki. Þá bíður hans hinsvegar gríðarlegt starf við að moka útúr því fjósinu.

Sigmundur var sérlega fínn fréttaþulur, solid „anchor material“, með trausta áru og yfirbragð auk þess að kunna að grípa augnablikið og svo hefur hann fínan húmor. Á undanförnum árum hefur hann svo talað eins og útúr mínu hjarta um skipulagsmál, þennan málaflokk sem er næstum óendanlega mikilvægur en Íslendingar hafa því miður ekki mikinn áhuga á, eins og sést langar leiðir.

Þetta er flott innkoma hjá honum, en hvernig honum gengur að kveða niður nátttröllin í Framsókn og vinna flokknum eitthvað kjörfylgi, á eftir að koma í ljós.