Liklega of þjappað til að ganga upp.
Líklega of þjappað til að ganga upp.

Það vantar ekki að þetta breska búningadrama sé áferðarfallegt. En því miður varla mikið meira. Grunar að þetta eigi að vera stór saga um mikil örlög – rámar t.d. óljóst í þáttaröðina sem þykir ein sú merkilegasta sem Bretar hafa gert – og er þá af mörgu góðu stöffi að taka. Aðalpersónan, alþýðupiltur sem gengur inní heim hefðarfólksins, er hinsvegar lítt áhugaverð og þar sem frásögnin grundvallast á pilti fer þetta allt fyrir lítið. Sennilega of samþjappað verk, þarf að tékka á seríunni.