Bekkurinn - blátt áfram og beint i æð.
Bekkurinn - blátt áfram og beint í æð.

Sá Gullpálmamyndina Bekkinn (Entre les murs-Milli þessara veggja) á franskri kvikmyndahátíð. Frakkar eru á einhverju hýper-raunsæistrippi þessi misserin, sbr. Ég hef elskað þig svo lengi, sem sýnd var hér á RIFF í haust og ég gekk útaf í leiðindum mínum. Eru þetta áhrif Dardenne bræðra? Allavega, Bekkurinn var fjári sterk, einföld og blátt áfram. Hefði að vísu mátt vera dálítið styttri.