…þá velur maður einhverja aðra sem gerir sama gagn. Hér eftir líklega kölluð Haarde-reglan. Það skemmtilega við hana er að það er hægt að nota hana í margskonar samhengi, sem lýsir því auðvitað glöggt hversu séður og praktískur pólitíkus Geir Haarde er. Falla nú öll vötn í einhverskonar viðreisnarfarveg eins og búast mátti við. Þykjustufýla Framsóknarmanna er þeim ekki til vegsauka, formaðurinn var flottur strax á kosninganótt þegar hann viðurkenndi mikinn ósigur og að flokkurinn myndi axla ábyrgð. Nú er kominn einhver allt annar tónn og kjánalegri. Allt tal um “leikrit” af þeirra hálfu er auðvitað tómt rugl og þeir vita það vel. Sömuleiðis eru tilraunir til skítabombukasts á borð við “Baugsstjórn” skelfilega klénar. Það er engu líkara en einhverskonar örvænting hafi náð tökum á þeim, nú þegar ráðherrastólarnir eru að ganga þeim úr greipum. Um þetta er fjallað í ágætum þríleik um Hringadróttinn. Sjá hér: