Independent birtir athyglisvert viðtal á vef sínum í dag við Michael Lynton, stjórnarformann Sony Pictures, eins stærsta myndversins í Hollywood. Sony hefur notið mikillar velgengni í kvikmyndaheiminum að undanförnu, eftir erfiðleikatímabil, en af helstu myndum fyrirtækisins á síðustu misserum má nefna The Da Vinci Code, Casino Royale og nú Spider Man III, sem er að slá öll opnunarmet. Í viðtalinu leggur Lynton m.a. áherslu á að Bandaríkjamarkaður sé ekki lengur stærsta tekjulind myndveranna, heldur heimsmarkaðurinn – og að lykillinn að árangri á næstu árum felist ekki síst í fjölbreyttum áherslum þar sem ólíkir heima- og jaðarmarkaðir fái aukið vægi ásamt innleiðingu tækninýjunga á borð við Blue-Ray háskerpudiskana og fleira. Svipuð viðhorf koma fram hjá Sigurjóni Sighvatssyni í Morgunblaðinu í dag, en fyrirtæki hans, Scanbox, hefur nýlega fest kaup á framleiðslufyrirtækinu Paradox í Noregi og hyggst leggja frekari áherslu á að sinna heimamyndum á norrænum markaði. 

Lynton segir að þrátt fyrir áherslur Sony á stórmyndir, segi það langt í frá alla söguna. Styrkur hins hnattvædda kvikmyndaiðnaðar felist í fjölbreytninni og lönguninni til að takast á við nýjar dreifileiðir og ólík tungumál, auk þess að þjóna bæði áhorfendum jaðarmynda sem og hinum breiða fjölda.

Lynton segir m.a.:

“Looking at the box-office list, you might think it’s all about blockbusters and sequels,” he says, in an interview in his office on the old MGM lot in Los Angeles. “But if you peel back the next layer, what you’re seeing is different sizes of pictures and different types of TV shows, more than in the past.”

Sony isn’t alone in pursuing what Lynton calls a “multi-label strategy” – putting out art and niche films through separate studio subdivisions. Sony has Screen Gems, which produces horror fare such as the Resident Evil series and The Exorcism of Emily Rose, and Sony Classics, which puts out everything from prestige documentaries to Chinese martial arts epics, such as House of Flying Daggers, and the work of Pedro Almodovar. And it doesn’t have to be limited to that. “We can serve the faith-based community, the African-American community, the teenage community,” Lynton says. “It’s contrary to the view of globalisation that suggests that everything is going to get bigger and more American, that McDonald’s is going to take over the world. Sure, US films are the bread and butter. But in many countries, more than half the audience is going to films that are indigenous to that country.”

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.