Kynlífskómedía úr amerísku indí-deildinni um hjón sem skilja vegna áhugaleysis konunnar um kynlíf. Maðurinn (Paul Rudd) fer og riðlast á Mischa Barton, en konan (Parker Posey) leitar G-blettsins með hjálp Danny De Vito. Allt svo sem þokkalegt en samt flatt og fyrirsjáanlegt. Gerist vissulega í Ohio en einhvernveginn vantar þetta OH…