Hagur Hafnarfjarðar grunar álversandstæðinga um stórfellt svindl (visir.is)
Hafnfirðingum fjölgaði með eðlilegum hætti (visir.is)
Álverskosning: Brögð í tafli? (ruv.is)
Álverskosning: „Engir fjöldaflutningar“ (ruv.is)
Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli (mbl.is)
Engin óeðlileg fjölgun á kjörskrá í Hafnarfirði (mbl.is)

Hversvegna gáfu virðulegir fjölmiðlar tapsárum félögum í Hag Hafnarfjarðar tækifæri til að stíga á stokk með tilhæfulausar aðdróttanir um kosningasvindl? Á hvern hátt er hugdetta þessa fólks frétt? Hvað er það í þessari uppákomu sem á erindi til almennings? Getur hver sem er byrjað að bulla eitthvað og er þá alveg sjálfsagt að slá því upp? Hefði ekki t.d. verið hægðarleikur fyrir þessa fjölmiðla að grafast fyrir um málið áður en frétt er send út? Á nokkrum mínútum hefðu þeir komist að því að allt var þetta byggt á sandi. Verður þetta ekki að teljast frekar nöturlegt form kranablaðamennsku? Að vísu er einn ljós punktur í þessu fíaskói; almenningur hefur verið upplýstur um að málflutningi Hags Hafnarfjarðar skuli tekið með miklum fyrirvara.