Nú þegar nokkrar mínútur eru í endanlegar niðurstöður kosningarinnar um álversstækkunina: óháð niðurstöðunni segir 77% kosningaþátttaka okkur að kjósendur kunna vel að meta þessa aðferð og vilja greinilega fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós með þessum hætti. Ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að halda slíkar kosningar um öll meiriháttar mál mun því líklega hafa mikil áhrif í átt til aukins beins lýðræðis í landinu og getur ekki talist nema hið besta mál. Svo virðist sem að í kvöld séu Hafnfirðingar að taka af skarið, bæði um áherslur og nálgun í íslenskum stjórnmálum.