Hér er náungi sem hefur tekið mynd af sér á hverjum degi í sex ár. 2365 myndir segja meira en… þið vitið hvað. Svipaða hugmynd má finna í þeirri afbragðsfínu mynd Smoke, sem Wayne Wang gerði 1995. Þar hefur ein aðalpersónan, Auggie Wren (Harvey Keitel), tekið mynd kl. 8 að morgni á sama götuhorninu á hverjum degi í 13 ár.