Amer�ska nóttin - bannerBíóbúðin Ameríska nóttin opnaði í dag, en hana er að finna hér. Þetta er útibú frá Amazon.com þar sem ég hef valið inn kvikmyndir, bækur og tónlist sem ég mæli sérstaklega með. Í versluninni kennir ýmissa grasa; kvikmyndaúrvalið byggist á klassamyndum sem eru dálítið utan alfaraleiðar, bækurnar eru sögulegs eðlis, ævisögur og reynslusögur auk úrvals af bestu bókunum um handritagerð, og tónlistin er sæmilegt sýnishorn af því besta sem gert hefur verið í kvikmyndum. Vertu hjartanlega velkomin/n í heimsókn og vonandi finnurðu þarna sitthvað áhugavert.