TransamericaTransamerica er tveggja ára gömul amerísk vegamynd um mann sem lifað hefur sem kona í nokkur ár og er um það bil að fara í kynskiptiaðgerð þegar í ljós kemur að hann, eða miklu frekar hún, á 17 ára son sem er í ræsinu. Saman leggja þau í ferðalag á vit óvæntra uppgötvana um sinn innri mann. Felicity Huffman úr Desperate Housewifes fer með aðalhlutverkið og er algerlega brilliant, sömuleiðis sonurinn sem leikinn er af nýliðanum Kevin Zegers. Þetta er solíd og næmlega gert drama með húmorísku yfirbragði, gert fyrir smotterí af Duncan Tucker.