79th PosterÓskar hefur tilnefnt og allt er það gott og blessað held ég, nema skandall að þeir skyldu gleyma United 93 sem er snilld. Að vísu er Paul Greengrass tilnefndur sem leikstjóri – en ekki hvað – maðurinn er séní. Hefðu frekar mátt sleppa The Departed sem er allt í lagi svosem en ekkert merkileg. Mike Newell, Johnny Depp og Al Pacino gerðu þetta allt miklu betur um árið í Donnie Brasco. Hvernig er þetta annars með kallinn Scorsese, hann hefur eiginlega ekki gert verulega góða mynd síðan Goodfellas (1990)og síðan eru liðin mörg ár… Jújú, Age of Innocence, Casino og Bringing Out the Dead áttu allar spretti. Svo hefur hann líka gert fínar heimildamyndir og ber þar hæst A Personal Journey with Martin Scorsese Through American Movies (1995).

Hef annars bara séð The Queen af öðrum tilnefndum. Hún er afbragð og Helen Mirren hlýtur að fá styttu. Er eiginlega á því að Bretar geri „biopics“ og myndir um opinberar persónur og atburði, öðrum betur. Nefni t.d. þáttaraðirnar House of Cards, To Play the King og A Very British Coup – svo ekki sé minnst á Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra! En hvernig er það, á ekkert að sýna manni The Deal, myndina sem Frears gerði á undan Drottningunni og fjallar um kærleiksþelið milli Blairs og Brown? Michael Sheen leikur Blair í báðum myndum.

Annars er alltaf gaman að lesa gúrúinn David Thomson, hér skrifar hann sína skoðun á tilnefningunum. 

House of Cards posterTo play the king postera very british coup posterthe queen posteryes minister box set