vestmannaeyjar 1…bjó Einar kaldi, er hann hér enn? Eins og segir í kvæðinu. En annars gerðist sú skemmtilega uppákoma að öðlingurinn Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður bauð okkur feðginum útí Eyjar á næstsíðasta degi ársins. Við þáðum með þökkum enda aldrei í Eyjar komið – hvorugt okkar! Páll var að sýna sínu heimafólki mynd sem hann hafði gert um ginklofa, skelfilegan hrörnunarsjúkdóm sem herjaði m.a. á Vestmannaeyinga og íbúa St. Kildu langt fram á 20. öldina.

Mynd Páls var hin athyglisverðasta, hafði reyndar heyrt um sögu St. Kildu en byggð lagðist af á eyjunni 1930 og má fræðast um sögu eyjarinnar hér.

Sólarhringsstoppið í Eyjum var hressandi endir á árinu. Þrátt fyrir að vera sæmilega kunnugur umhverfinu gegnum kvikmyndir, ljósmyndir og ótal frásagnir var magnað að koma þangað og upplifa staðinn milliliðalaust. Förinni verður heitið þangað aftur mjög fljótlega til að skoða alla staðhætti betur.

Þá var einnig afskaplega ánægjulegt að eiga kvöldstund með fólkinu hans Páls, ættingjum og vinum. Hér eru nokkrar myndir – smellið á þær til að sjá stærri útgáfu.

vestm.7

Bræðurnir Svavar, Gísli, Bragi og Páll Steingrímssynir.

vestm.5

Erna Sóley í rokinu á Stórhöfða.

vestm. áks

Yðar einlægur í sama roki. Mynd: Erna Sóley.

vestm.8

Horft til norðvesturs í átt að Herjólfsdal.

vestm.4

Útsýnið frá Stórhöfða. Frá vinstri: Suðurey, Hellisey, Súlnasker, Geldungur, Brandur og Álsey, aftan við hana má sjá grilla í Surtsey.

vestm.3

Erna Sóley við höfnina, Heimaklettur í bakgrunni.

vestmannaeyjar 1

Erna Sóley og Páll á Vestmannaeyjaflugvelli skömmu fyrir heimför.

vestm. 2

Erna Sóley kveður Vestmannaeyjar.