The Departed teaser posterLangaði bara að lýsa ánægju minni með að Saul Bass er enn á meðal vor – og enn að gera titla fyrir Scorsese. Saul Bass er grafískur meistari, sjá hér. Jæja ókei, hann var… því meistarinn lést 1996. Veit ekki hver gerði teaser poster fyrir The Departed en það er einhver sem fetar í fótsporin hjá kallinum. Scorsese hefur passað uppá það. Bass gerði m.a. titlana á Goodfellas, Age of Innocence, Casino og Cape Fear fyrir Scorsese. Hann vann mikið fyrir Hitchcock á sínum tíma og er m.a. grunaðursaul-bass.jpg um að hafa stjórnað tökum á sturtusenunni frægu í Psycho. Bass varð einnig svo frægur að leikstýra nokkrum bíómyndum. Ein slík heitir Phase IV. Um hana var eitt sinn sagt: „athyglisverð mynd um vitsmuni maura.“ Blessuð sé hans minning.