Fréttamynd 412204Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að styðja hvalveiðar. Allavega í dag. Þetta er einfaldlega töff. Í fyrsta lagi er þetta innilega pólitískt incorrect. Það út fyrir sig er töff. Við erum að senda heiminum fingurinn eins og ástralski utanríkisráðherrann benti á (það er töff). Í öðru lagi er þetta líklega ekónómískt glapræði – sem er töff. Ekki er sérlega líklegt að þetta borgi sig og um leið er líklegt að við munum tapa tekjum annarsstaðar. Sem er dáldið töff. Í þriðja lagi er þetta vinna fyrir karlmenn. Alvöru karlmenn. Sem er töff. Karlmennskan á undir högg að sækja í hinu ríkjandi andrúmslofti. Það er einhvernveginn alls ekki nógu töff. Í mér hefur vaknað eitthvað fól. Eiginlega mér þvert um geð og hug. En samt finnst mér það dáldið töff.