IMG_2697_2_1
Við Friðrik Erlingsson dveljum þessa dagana í Svaneke á Borgundarhólmi þar sem fram fer North By Northwest handritavinnustofan. Þetta er afskaplega huggulegur bær með haug af gömlum og sætum húsum. Næsti bær við Svaneke er Nexö, heimabær danska stórskáldsins Martin Andersen Nexö, sem m.a. skrifaði Pelle sigurvegara og Dittu mannsbarn. Við félagarnir heimsóttum hús skáldsins, sem nú er safn, en vorum 20 mínútum of seinir… tókum samt þessa mynd af okkur í góðum félagsskap.