hlustarSkondin þessi umræða um hlerunarmálið. Allt gengur eins og eftir bókinni. Eins og þátttakendur fylgi bara handritinu. Aldnar kempur og meint fórnarlömb stíga á stokk og lýsa hneykslan sinni – eins og þeir hafi ekki vitað (eða a.m.k. grunað), stjórnarandstaðan reynir að slá pólitískar keilur, dómsmálaráðherra endurtekur gamlan söng sinn um kaldastríðsuppgjör, Morgunblaðið rifjar upp gamla tíma og er erfitt að sjá hvort blaðið/ritstjórinn sé feginn að þetta sé búið eða sé í nostalgískri vímu. Á meðan veltur veröldin áfram. Hverja skyldu þeir vera að bögga núna? Umhverfisverndarsinna? Óæskilega útlendinga? Verðbólgudrauginn? Þig? Mig? Just because you're paranoid doesn't mean they're not out to get you…