Ég held að þessi ágæti bíóeigandi í Færeyjum, Jákup Eli Jacobsen í Hafnarbíói (Havnar bio), sé sannur kvikmyndaunnandi og leitist við að sýna löndum sínum vandaðar myndir eftir fremsta megni. Ég held að þessvegna setji hann blátt bann við því að The Da Vinci Code komi inn fyrir hans dyr. Held að allt tal hans um guðlast sé fyrirsláttur. Hann bara þolir ekki Ron Howard. Ég kannast við svona týpur. It takes one to know one. Í þessu felst enginn dómur um myndina (sem ég hef enn ekki séð en ætla að sjá) né Ron Howard af minni hálfu…