Sá ágæti skrifari Will Hutton hjá Observer hinu breska fjallar gjarnan af skarpskyggni og næmni um samfélagsþróun. Í nýbirtum pistli fjallar hann um áhersluna á val neytandans sem verið hefur ríkjandi kennisetning á Vesturlöndum um langa hríð. En er valfrelsið endilega alltaf svarið við þeim vandamálum sem hrjá mannskepnuna? Þetta er þörf hugvekja og hana má lesa hér.