Stikla fyrir This is Sanlitun eftir Róbert Douglas

Hér er stiklan fyrir nýjustu mynd Róberts Douglas, This is Sanlitun, sem tekin var upp í Kína en Róbert hefur dvalið þar undanfarin ár. Tónninn minnir óneitanlega svolítið á Íslenska drauminn, aðalpersónan Gary hyggst meika það í Beijing en mætir mótlæti. Tekur í framhaldi af því upp enskukennslu og þiggur hollráð frá vafasömum náunga. Myndin verður hluti af formlegri dagskrá Toronto hátíðarinnar í september, frumsýning á Íslandi væntanlega fljótlega.

Útvarpsgjald vs. afnotagjald

Egill Helgason bendir á að afnotagjald danska og norska ríkisútvarpsins er miklu hærra en útvarpsgjald RÚV. En málið er ekki alveg svona einfalt. Lesa meira

Philip French dregur sig í hlé

philip french portrait

Philip French dregur sig í hlé eftir 50 ár sem gagnrýnandi. Áttræður en enn í fullu fjöri. Hér svarar hann spurningum frá gestum og gangandi og fer á kostum. Takk fyrir prógrammið Philip French!

Farewell, Philip French: the film critic’s critic answers your questions | Film | The Observer.

Man of Steel

ImageSko, þetta Man of Steel dæmi er fyrst og fremst endurupphituð súpa sem að vísu þarf ekki endilega að vera svo vont. Ýmislegt er fallega gert cinematískt en það vantar að láta Súpermann snúa jörðinni afturábak til að bjarga konunni sem hann elskar (sjá einnig Timecop með Jean-Claude Van Damme). Semsagt; mýkt og húmor vantar – þetta rómantíska, óörugga og hálf kjánalega element í myndina sem gerir karakterinn pínu hrífandi. Byrjunarkaflinn er fínn en svo verður þetta bara að slagsmálum milli Súpermanns og Zod. Þar er margt um skapandi eyðilegginguna sem er fínt – en ég hefði viljað meiri rómans. Það örlar aðeins á því í einni senu en svo ekki meir.

Hinsvegar þykir mér lítið til tónlistar Hans Zimmer koma (og á það almennt við), hann er blátt áfram skelfilegt tónskáld, sálarlaus glamrari að mestu (ókei Gladiator temað var sæmilegt en yfirpródúserað eins og flest sem frá manninum kemur).

Það sem málið snýst um er útlegging mýtunnar sjálfrar; til hvers er hann, um hvað snýst hann? Í gömlu Reeve myndinni varar Brando son sinn við að gera of mikið fyrir mennina því þá muni þeir treysta um of á hann og tapa frumkvæði, Costner fer með sambærilega ræðu í nýju myndinni en hún snýst meira um að halda sig til hlés til að vera ekki utanveltu í mannfélaginu. Þó er í gömlu myndinni mun meira lagt uppúr „mannlegum“ eiginleikum Superman, þrá hans eftir samsömun og þess háttar. Þetta gerir hann mun sympatískari og áhugaverðari. Cavill er vissulega viðkunnanlegur en persónan eins og hún er skrifuð er of fjarlæg til að snerta mann nægilega.

Jean Vigo og ég

jean-vigo-05

Jean Vigo.

Þetta var haustið 1990. Roger Crittenden aðstoðarskólastjóri National Film and Television School í Bretlandi bauð okkur nýnemana „velkomna í besta kvikmyndaskóla í heimi“ og dreif okkur síðan uppí rútu. Förinni var heitið í Renoir bíóið í Bloomsbury hverfi í London til að sjá kvikmynd eftir franska leikstjórann Jean Vigo.

Ástæðan var sú að fyrr á árinu hafði leikstjórinn Lindsay Anderson skrifað mikla ádrepu í The Times, þar sem hann velti fyrir sér hvað eiginlega væri verið að kenna í þessum National Film and Television School. Hann hafði þá nýverið rekist á nýútskrifaðan nemanda,Michael Caton-Jones (sem síðar gerði Scandal, Rob Roy og fleiri myndir) og byrjað að ræða fjálglega við hann um dásemdir Jean Vigo. Ást Andersons á Vigo var alþekkt, hann byggði meðal annars frægustu mynd sína, If… á Zero de Conduite eftir Vigo.

En andlitið datt af Lindsay þegar í ljós kom að Michael hafði aldrei heyrt á meistarann minnst. Jean who? spurði nýliðinn óforskammaður.

Við vorum semsagt látin horfa á L’Atalante, sem var dásamleg. Á eftir var tekin mynd af árganginum á tröppum bíósins. Fyrir ofan okkur var stórt skilti sem á stóð: „NOW SHOWING: L’Atalante by Jean Vigo.“ Ljósmyndin var síðan snarlega send á The Times og afrit til Anderson!

Og hér er myndin:

vigo-nfts-renoir-1990

Mig minnir reyndar að Caton-Jones hefði síðar sagst hafa verið að djóka í gamla manninum, bara svona til að æsa hann svolítið upp!

En allavega, ég var að fjárfesta í The Complete Jean Vigo, tveggja diska safni frá Artificial Eye með öllum myndum meistarans. Hlakka til að endurnýja kynnin við L’Atalante og kíkja á hinar sem ég hef ekki enn séð (sorry Lindsay).

Vigo er goðsögn í kvikmyndasögunni. Dó aðeins 29 ára (1934) og gerði aðeins fjórar myndir, þar af tvær sem taldar eru til helstu meistaraverka franskra kvikmynda (L’Atalante og Zero de Conduite).

Fín grein hér um Vigo: http://www.sensesofcinema.com/2002/great-directors/vigo/

Ögurstund útvarpsstjóra

Í dag er aðalfundur Ríkisútvarpsins ohf. Verður fróðlegt að sjá hvort útvarpsstjóri, forstjóri fyrirtækisins, verði kallaður á teppið. Varla geta Alþingi (sem skipaði stjórnina), fjármálaráðherra (sem fer með hlutabréfið eina) og menntamálaráðherra sætt sig við ákvörðun hans um að veita ekki þá þjónustu sem RÚV er uppálagt í lögum, með því að hætta að mestu kaupum á innlendu dagskrárefni. Lesa meira

Svona RÚV vil ég

Ég hef tekið saman slatta af greinum sem ég hef skrifað allt frá 1996 um málefni Sjónvarpsins. Þeim er raðað í tímaröð, sú nýjasta efst. Í þeim er að finna fjölda upplýsinga sem ég hef tekið saman héðan og þaðan, sem og ítarlegan rökstuðning fyrir útvarpi í almannaþágu. Greinarnar hafa birst í ýmsum fjölmiðlum, t.d. Landi & sonum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og Mannlífi.

Enn og aftur: til hvers er RÚV?
Skrifað 20.12.2008
Fjallað um planað frumvarp um RÚV og það gagnrýnt. Einnig gagnrýni á stefnuleysi stjórnvalda gagnvart RÚV. Þarna er líka að finna einfalda og skýra útlistingu á megindagskráráherslum RÚV eins og þær ættu að vera – sérstaklega þegar hart er í ári.
https://asgrimur.wordpress.com/2008/12/20/enn-og-aftur-til-hvers-er-ruv/

Hvar verður aukningin á íslensku efni í RÚV?
Skrifað 23.1.2007
Fjallar um hlutfallslega skiptingu innlendrar dagskrár og síðan er stillt upp óskalista um slíkt efni og RÚV beðið um áætlanir af því tagi. Þær hafa aldrei litið dagsins ljós.
https://asgrimur.wordpress.com/2007/01/23/hvar-ver%C3%B0ur-aukningin-a-islensku-efni-i-ruv/

RÚV: Hugsum út fyrir rammann
Skrifað 22.1.2007
Fjallar um þá nýsett RÚV-lög og hvað vantar í þau. Lagt til að menn hugsi út fyrir rammann og skoði ýmsar leiðir varðandi útvarp í almannaþágu.
https://asgrimur.wordpress.com/2007/01/22/ruv-hugsum-ut-fyrir-rammann/

Það á afmæli í dag…
Skrifað 30.9.2006
Fjallað um RÚV í tilefni 40 ára afmælis. Hvatning til útvarpsstjóra um skýra stefnumörkun í dagskrársetningu í kjölfar þjónustusamnings.
https://asgrimur.wordpress.com/2006/09/30/thad-a-afmaeli-i-dag/

Til hvers er RÚV?
Skrifað 7.5.2004
Flutt sem erindi á fundi Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þar sem málefni RÚV voru til umræðu. Svara leitað við spurningunni til hvers eigum við að reka Ríkisútvarp? Varað við upptöku nefskatts. Hvatt til breytinga á yfirstjórn RÚV. Fjallað um hvernig BBC ræður sér útvarpsstjóra og spurt afhverju við stöndum ekki svipað að slíkum málum.
https://asgrimur.wordpress.com/greinar/til-hvers-er-ruv/

Sáttmáli um RÚV og eflingu innlendrar dagskrár
Skrifað 5.3.2004
Birtist í Morgunblaðinu sem svar við grein Markúsar Arnar útvarpsstjóra. Greinin er tilraun til að smíða brú milli stjórnenda RÚV og þeirra sem vilja sjá þar vandaða og þróttmikla innlenda dagskrá.
https://asgrimur.wordpress.com/greinar/sattmali-um-ruv-og-eflingu-innlendrar-dagskrar/

Framtíð Sjónvarpsins
Skrifað 24.9.2000
Birtist í Morgunblaðinu. Fjallað um RÚV vítt og breitt, m.a. hvernig standa á dagskráruppbyggingu með hliðsjón af tilhögun mála hjá BBC og Channel Four í Bretlandi.
https://asgrimur.wordpress.com/greinar/framtid-sjonvarpsins/

Hvað bíður Sjónvarpsins?
Skrifað 15.3.1996
Fyrsta grein mín um málefni Sjónvarpsins. Birtist í tímaritinu Mannlíf. Fjallar um stöðu þess á 30 ára afmælinu. Meðal annars fjallað um Efstaleitishúsið og hvort gera eigi RÚV að útgáfusjónvarpi.
https://asgrimur.wordpress.com/greinar/hva%C3%B0-bi%C3%B0ur-sjonvarpsins/